Það er ýmisleg afþreying í boði í nágrenninu, t.d. eins og að ganga upp að Hengifossi, skoða Óbyggðasetrið og Skriðuklaustur eða keyra upp að Laugarfelli og labba Fossahringinn. Svo er upplagt að keyra niður á Borgarfjörð Eystri og skoða lundann. Einnig er hægt að mæla með gönguferð að Strútsfossi eða Fardagafossi, heimsækja Stórurð eða Stapavík. Eða taka rölt um Hallormsstaðaskóg sem býður upp á margar fallegar gönguleiðir, t.d. Að ganga upp að Bjargselsbotnum.
Einnig mælum við með að upplifa matarmenninguna í nágrenninu, skreppa í Klausturkaffi á hlaðborð, koma við hjá matarvagninum við Hengifoss og smakka ísinn sem gerður er úr sauðamjólk. Móðir Jörð í Vallanesi býður upp á gómsætan hádegisverð unnin úr eigin lífrænni ræktun.
Frekari upplýsingar má finna á Hengifoss.is.